fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Geirfinnsmálið er á leiðinni til Lögreglunnar á Suðurnesjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. mars 2025 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geirfinnsmálið er á leiðinni til Lögreglunnar á Suðurnesjum sem mun væntanlega taka ákvörðun um það hvort rannsókn málsins verði tekin upp aftur eða ekki.

Systir höfundar bókarinnar „Leitin að Geirfinni“, Sigurðar Björgvins Sigurðssonar, Soffía Sigurðsdóttir, gaf nýlega skýrslu um upplýsingar í málinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Soffía gaf sína skýrslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi þar sem hún býr í umdæminu. Lögreglan á Suðurlandi mun væntanlega senda málið áfram til Lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem rannsókn á hvarfi Geirfinns hófst upphaflega árið 1974, og lögreglan þar taka ákvörðun um hvort rannsókn verður opnuð að nýju eða ekki.

Höfundur og útgefandi bókarinnar hafa í nokkurn tíma reynt að koma gögnum um málið til dómsmálaráðuneytisins, þar sem þeir vilja að ákvörðun um að opna rannsóknina að nýju komið ofan frá en verði ekki í höndum Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helsta gagnið er svokallaður 13. kafli bókarinnar en þar er nafn meint banamanns Geirfinns birt og upplýst um fjölskyldutengsl hans við Geirfinn og eiginkonu hans. Þar eru einnig reifaðar ásakanir um að lögreglan í Keflavík hafi á sínum tíma afvegaleitt rannsókn málsins viljandi.

Í bókinni sjálfri er greint frá vitnisburði sjónarvottar við bókarhöfund þess efnis að hann hafi orðið vitni að átökum Geirifnns við meintan banamann sinn inn um glugga að bílskúr. Sá hann að Geirfinnur var sleginn með hamri eða öðru þungu áhaldi í höfuðið, samkvæmt því sem stendur í bókinni.

Hvorki dómsmálaráðuneytið né embætti ríkissaksóknara hafa viljað taka við gögnum bókarhöfundar og útgefanda. Soffía segir við Morgunblaðið að hún hafi ekki afhent lögreglunni á Suðurlandi gögn en veitt þeim upplýsingar með framburði sínum. Þess má geta að bæði sjónarvottur og meintur banamaður Geirfinns eru á lífi í dag.

Sjá einnig: Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu

Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu