fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
433Sport

Mikil gleðitíðindi af Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. mars 2025 21:00

Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tilkynnti í dag að Patrick Pedersen væri búinn að framlengja við félagið um eitt ár. Gildir samningur hans nú því út næstu 2026 með möguleika á árs framlengingu.

Patrick hefur verið Val gríðarlega mikilvægur í meira en áratug, raðað inn mörkum og þetta eru því mikil gleðitíðindi fyrir Hlíðarendafélagið.

Tilkynning Vals
Vi har Pedersen út 2026

Markamaskínan og okkar allra besti Patrick Pedersen hefur framlengt samning sinn við Val út árið 2026 með möguleika á ársframlengingu. Patrick skrifaði undir samninginn á Hlíðarenda í dag og sagðist gríðarlega ánægður.

„Valur er auðvitað minn klúbbur og ég get ekki séð mig spila fyrir neinn annan klúbb,“ sagði Patrick sem verður 34 ára gamall í nóvember.

Samningurinn sem Patrick skrifaði undir í dag er fimmti samningurinn sem hann gerir við okkur í Val enda verið lykilmaður hjá okkur síðustu árin og staðið sig afskaplega vel. Hann vantar nú 16 mörk til þess að vera markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og hann er meðvitaður um það.

„Markmiðið er auðvitað að slá það met. Við sjáum hvort það gangi ekki örugglega,“ sagði Patrick léttur í bragði.

Patrick Pedersen hefur spilað fyrir val frá því hann var 22 ára gamall. „Það var auðvitað algjört forgangmál hjá okkur í stjórn að endursemja við Patrick sem er ekki bara besti heldur lang besti framherjinn í deildinni. Það er erfitt að hugsa sér valsliðið án hans og við viljum auðvitað að hann klári sinn feril í Val. Þetta er gleðidagur fyrir allt valsfólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Baunaði á eigin leikmenn: ,,Versta frammistaða liðsins í tvö ár“

Baunaði á eigin leikmenn: ,,Versta frammistaða liðsins í tvö ár“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kane hissa á ráðningunni: ,,Ég var ekki að búast við þessu“

Kane hissa á ráðningunni: ,,Ég var ekki að búast við þessu“
433Sport
Í gær

Segir Manchester United hafa gert rosaleg mistök – „Það trúði enginn eigin augum“

Segir Manchester United hafa gert rosaleg mistök – „Það trúði enginn eigin augum“
433Sport
Í gær

Sigurbjörn segir fólki að sofa ekki á Hlíðarendapiltum – Tekist á um hvor þrenningin er betri

Sigurbjörn segir fólki að sofa ekki á Hlíðarendapiltum – Tekist á um hvor þrenningin er betri
433Sport
Í gær

Liverpool með rosalega summu til að kaupa nýjan framherja í sumar

Liverpool með rosalega summu til að kaupa nýjan framherja í sumar
433Sport
Í gær

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid
433Sport
Í gær

Stjórnarmaður KSÍ segir sambandið verða af verulegum tekjum ef landsliðið klárar ekki málið á sunnudag

Stjórnarmaður KSÍ segir sambandið verða af verulegum tekjum ef landsliðið klárar ekki málið á sunnudag
433Sport
Í gær

Kane setur þennan glæsilega bíl á sölu fyrir 12 milljónir – Þú getur keypt hann

Kane setur þennan glæsilega bíl á sölu fyrir 12 milljónir – Þú getur keypt hann