fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
Matur

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. mars 2025 11:08

Frá vinstri: Pétur Sigurðsson: verkefnastjóri verkefnsins Bónus, Eva Laufey Kjaran, markaðsstjóri Hagkaups, Magnús Scheving, eigandi Latabæjar og Pétur Smári Sigurjónsson, sölustjóri Banana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknir kallaði eftir því fyrir skömmu að grænmeti og ávextir yrðu stærra hlutfall í mataræði barna. Alma Möller, heilbrigðisráðherra, kallaði eftir því við það tilefni að stefna ætti að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum.

„Við ákváðum að bregðast strax við,“ segir Pétur Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus og verkefnastjóri verkefnisins sem unnið í samstarfi við Hagkaup, Banana og Latabæ.

„Við fundum lausn sem gerir grænmeti og ávexti að spennandi og auðveldum kosti eins og heilbrigðisráðherra kallaði eftir. Við ætlum að framleiða nýja vörulínu undir merkjum Latabæjar,“ segir Magnús Scheving, eigandi Latabæjar. Þess má geta að Latibær á 30 ára afmæli í ár.

„Það vantar vörur sem stuðla að heilbrigðu mataræði barna. Latibær fór í sambærilegt átak fyrir 30 árum sem skilaði sér í 22% aukningu í grænmetis- og ávaxtaneyslu barna. Við trúum því að með því að bjóða upp á hollar matvörur á áhugaverðan og skemmtilegan hátt velji börn grænmeti og ávexti oftar,“ segir hann.

Pétur Smári Sigurgeirsson, sölustjóri Banana segir að þau hafi viljað bregðast hratt við: „Við vildum bregðast hratt við nýjum ráðleggingum í mataræði og bjóða barnafjölskyldum upp á hollar vörur á skemmtilegan hátt,“ segir hann. „Ábyrgðin á matvælaframleiðendum og smásölum á vöruúrvali verslana er mikil og við skorumst ekki undan því,“ segir Pétur Smári.

Íþróttanammi frá Latabæ

Niðurstaðan varð að framleiða íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Vörurnar verða framleiddar af Bönunum og seldar í verslunum Hagkaups og Bónus. Grænmeti, ávextir, mjólkurvörur og fleiri tegundir matvæla verða í sérmerktum umbúðum og hugað er sérstaklega að því að gera íþróttanammið að meira spennandi kosti en sælgeti og aðra óhollustu. Umbúðirnar eru handhægar og innihalda skammta sem henta börnum vel.

Eva Laufey Kjaran, markaðsstjóri Hagkaups segir að vörurnar falli vel að stefnu Hagkaups: „Hagkaup hefur lagt mikla áherslu á að bjóða upp á heilsusamlega kosti fyrir viðskiptavini sína og boðið upp á mjög gott úrval af hollum og ferskum matvælum. Sala á sérmerktri hollustuvöru fyrir börn undir merkjum Latabæjar er kærkomin viðbót“, segir Eva Laufey.

Vilja hvetja fjölskyldur til að hreyfa sig meira

„Við ætlum ekki að láta staðar numið hér. Við viljum hvetja fjölskyldur til að hreyfa sig um leið og þau velja hollan mat. Með því að búa til viðburði sem höfða til barnafjölskyldna vonumst við til að auka áhuga barna á hreyfingu og um leið gera foreldrum auðveldara með að hvetja þau til dáða,“ segir Pétur Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus og verkefnastjóri verkefnisins.

Til stendur að halda heilsuviðburði til að efla hreyfingu barnafjölskyldna. Viðburðirnir henta allri fjölskyldunni og hvetja fjölskyldur til að taka þátt en um leið stuðla að hreyfingu og hollu mataræði.

Íþróttanammið er væntanlegt í búðir í lok apríl og verður selt í öllum verslunum Bónus og Hagkaups.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun viljayfirlýsingarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti