Giorgi Mamardashvili ætlar sér að verða fyrsti maður á blað hjá Liverpool á næstu leiktíð þegar hann gengur formlega í raðir félagsins.
Liverpool festi kaup á Mamardashvili síðasta sumar en markvörðurinn klárar þetta tímabil hjá Valencia.
Mamardashvili er öflugur markvörður en hann ætlar sér að taka stöðuna af Alisson Becker á Anfield.
„Ég er að fara til Liverpool til að berjast fyrir því að vera númer eitt,“ segir markvörðurinn frá Georgíu.
„Ég mun mæta og æfa eins og ég best get en ég veit ekki hvað gerist í kjölfarið af því.“
„Ég ætla mér að spila en ég mun ekki ráða því.“