Búist er við því að Jorrel Hato varnarmaður Ajax fari frá félaginu í sumar en þessi 19 ára gamli leikmaður hefur lengi vakið athygli.
Hato hefur verið lykilmaður hjá Ajax síðustu ár og lengi verið eftirsóttur.
Enskir miðlar segja að Arsenal, Liverpool og Chelsea hafi öll áhuga á að fá þennan öfluga varnarmann.
Þar segir einnig að Real Madrid sé að skoða málið en hann hefur spilað fimm landsleiki fyrir Holland.
Hato hefur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og gæti því leyst nokkrar stöður.