fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
433Sport

Leggur til að Gylfi komi inn í byrjunarlið landsliðsins og leysi þetta vandamál

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi leggur til að Gylfi Þór Sigurðsosn verði settur inn í íslenska landsliðið til að leysa vandamál sem blasir við.

Kári ræddi málið á Stöð2 Sport í gærkvöldi eftir 2-1 tap liðsins gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni, um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Hákon Arnar Haraldsson lék mjög aftarlega á vellinum í gær en hans hlutverk var að fá boltann í fætur og koma honum upp völlinn. Hákon er vanari því að að spila ofar á vellinum.

Kári telur að það þurfi mann sem sé svona góður á boltann þarna í leikstíl Arnars en segist eiga lausnin í Víkinni.

„Já, ef þú ætlar að halda svona í boltann og spila honum alltaf út. Þá verður Hákon að vera þarna, hann er eini sem ræður við það,“ sagði Kári á Stöð2 Sport í gær.

Hann hélt svo áfram. „Eigum við fá Gylfa á þetta svæði? Svarið mitt er já,“ sagði Kári og með því væri hægt að koma Hákoni framar á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp til æfinga

Lúðvík valdi hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Þarft að bjóða 20-25 milljónir, þar til FH segir já“

„Þarft að bjóða 20-25 milljónir, þar til FH segir já“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United tilbúið að ganga ansi langt í sumar til að fá enska miðvörðinn

United tilbúið að ganga ansi langt í sumar til að fá enska miðvörðinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar sér að mæta á Anfield í sumar og skella Alisson á bekkinn

Ætlar sér að mæta á Anfield í sumar og skella Alisson á bekkinn
433Sport
Í gær

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga

Fyrstu 90 mínútur Arons Einars í 911 daga
433Sport
Í gær

Forráðamenn Liverpool vongóðir um að tveir bestu leikmenn liðsins séu að fara að skrifa undir

Forráðamenn Liverpool vongóðir um að tveir bestu leikmenn liðsins séu að fara að skrifa undir