Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Ísland mætir Kósóvó í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikurinn fer fram í Kósóvó en seinni leikurinn, eiginlegur heimaleikur Íslands, fer fram á Spáni á sunnudag.
Arnar virðist stilla upp í einhvers konar 3-4-3 kerfi og eru Orri Steinn Óskarsson, Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen allir með.
Orri Steinn er með fyrirliðabandið í fyrsta sinn eftir að Arnar opinberaði að hann tæki við bandinu af Aroni Einari Gunnarssyni, sem er líka í byrjunarliðinu í kvöld.
Byrjunarlið Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Aron Einar Gunnarsson
Sverrir Ingi Ingason
Mikael Egill Ellertsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Logi Tómasson
Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson
Andri Lucas Guðjohnsen