Dyrnar standa opnar fyrir Mohamed Salah í sádiarabísku deildinni. Þetta segir Mohammed Basrawi, yfirmaður markaðsmála hjá deildinni.
Salah hefur lengi verið orðaur við Sádí, þar sem miklir peningar eru í boði.
Samningur Egyptans við Liverpool er að renna út í sumar og getur hann farið frítt þá. Stuðningsmenn vilja ólmir sjá hann framlengja því hann er að eiga eitt sitt besta tímabil á Anfield.
„Hann er einn besti leikmaður heims. Hann er mjög vel liðinn í samfélagi Araba einnig. Vonandi kemur hann, dyrnar standa honum opnar. Það hafa þó engar viðræður farið fram,“ segir Basrawi.