Hulda Tölgyes sálfræðingur hefur hafið hópfjármögnun fyrir nýju spili sem hún nefnir Vinaskóg. Í lýsingu um spilið segir að það henti fyrir yngstu börn í grunnskólum og hvert spil sé boð um að tengjast þér og þeim sem eru í kringum þig og læra í leiðinni meira um hvert annað. Í Vinaskógi má alltaf segja pass og draga annað spil þar sem þau eiga að skilja eftir sig eitthvað nýtt í huga og hjarta þeirra sem taka þátt.
Hulda segist hafa viljað skapa eitthvað fallegt sem myndi styðja við að börn og fullorðnir gætu æft sig í að vera meira á staðnum og í sjálfsmildi. Hugmyndin kviknaði þegar Hulda tók sér hlé frá samfélagsmiðlum sem hún segir frá á Instagram síðunni sinni.
Hægt er að heita á Huldu og eigna sér spil í gegnum þriðja.is