fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Pressan

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 21:30

Michaela á ekki sjö dagana sæla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-fyrirsætan Michaela Brashaye Rylaarsdam hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hún varð viðskiptavini sínum að bana í einskonar blætisgjörningi sem fór illilega úr böndunum.

New York Post greinir frá því að Michaela, sem er 31 árs, hafi fengið greidda 11 þúsund Bandaríkjadali, tæplega eina og hálfan milljón króna, frá hinum 55 ára Michael Dale fyrir að taka upp myndband með honum sem hún hugðist svo birta á OnlyFans-síðu sinni.

Michaela mætti heim til Dale í Escodino í Kaliforníu og fékk Dale hana til þess að vefja honum inn í plastfilmu sem hún límdi svo fasta með límbandi.

Í yfirheyrslum hjá lögreglu kom fram að um hafi verið að ræða einhvers konar BDSM-gjörning og viðurkenndi Michaela að hún hefði aldrei stundað BDSM áður. Tjáði hún lögreglu að Dale hafi beðið hana um að vefja honum í plastfilmu svo hann líktist múmíu. Mun hún einnig hafa sett plastfilmuna yfir andlitið á honum sem varð til þess að hann kafnaði.

Í frétt New York Post kemur fram að á sama tíma og Dale kafnaði á gólfinu hafi Michaela stundað kynferðislegar athafnir sem hún tók upp á myndband. Er myndbandið á meðal sönnunargagna í málinu.

Átta mínútur munu hafa liðið þar til Michaela áttaði sig á því að Dale væri meðvitundarlaus á gólfinu, en hann var það vel skorðaður að hann gat hvorki hreyft hendur eða fætur. Hún hafði strax samband við neyðarlínu og þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn var Michaela að reyna að blása lífi í Dale.

Að sögn New York Post sagðist Michaela ekki hafa gert sér grein fyrir því að Dale væri í andnauð og að um skelfilegt slys hefði verið að ræða. Michaela var handtekin vegna málsins í febrúarmánuði og hefur ákæra gegn henni verið gefin út.

Hún á þrjú börn en í frétt New York Post kemur fram að OnlyFans-síðuna reki hún í samvinnu við eiginmann sinn, Brandon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag