fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Pressan

Handtekinn fyrir að skora á Trump að slást við sig nakinn til dauða

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir hótanir í garð Donald Trump forseta Bandaríkjanna en meðal þeirra var að skora á forsetann í slag þar sem þeir yrðu báðir naktir og slegist yrði þar til annar þeirra lægi látinn eftir.

Samkvæmt umfjöllun New York Post heitir maðurinn Aaron Todd og er 42 ára gamall en hann var handtekinn eftir að hafa birt hótanir sínar á samfélagsmiðlum.

Birti hann 80 sekúnda myndband með hótunum sínum en í myndbandinu sagði hann einnig að vegna Trump hvíldi bölvun á hverri manneskju í heiminum og að forsetinn væri andkristur sjálfur.

Lífvarðasveit forsetans varð fljólteg vör við myndbandið og löggæsluyfirvöldum á svæðinu var gert viðvart. Fógetinn í sýslunni þar sem Todd býr sagði myndbandið strax hafa vakið áhyggjur í ljósi fyrri banatilræða við Trump og því hafi ekki þótt annað hægt en að bregðast við af fullri hörku.

Lögð hefur verið fram ákæra á hendur Todd en hann verður látinn laus úr fangelsi á meðan málið er til meðferðar gegn því að 500.000 dollara trygging (66,7 milljónir íslenskra króna) verði lögð fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir
Pressan
Í gær

Einn þeirra tíu efstu á lista FBI hefur verið handtekinn

Einn þeirra tíu efstu á lista FBI hefur verið handtekinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona „draugaveiðarans“ handtekin – Bruggaði eiginmanninum launráð

Eiginkona „draugaveiðarans“ handtekin – Bruggaði eiginmanninum launráð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geimfararnir sem sátu fastir í geimstöðinni munu glíma við sársaukafullt vandamál þegar þeir koma til jarðarinnar

Geimfararnir sem sátu fastir í geimstöðinni munu glíma við sársaukafullt vandamál þegar þeir koma til jarðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm