fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárus Orri Ólafsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þessi efnilegi knattspyrnumaður er 18 ára gamall, fæddur árið 2006, og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður.

Lárus Orri hefur æft með meistaraflokki Grindavíkur frá árinu 2023 og lék fimm leiki í deild og bikarkeppni á síðustu leiktíð. Hann var fyrir nokkrum árum í æfingahóp fyrir U15 ára landsliði Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lárus sýnt mikla hæfileika og metnað á æfingum og í leikjum með meistaraflokki.

„Lárus Orri er mjög efnilegur leikmaður sem leggur alltaf mjög hart að sér. Hann er með frábæra spyrnutæki og ég er mjög spenntur að fylgjast með framþróun hans á næstu árum,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.

Þess má geta að Lárus Orri er náfrændi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nú leikur með Víking Reykjavík en átti frábæran atvinnumannaferil og landsliðsferil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Til í að borga tæpa 9 milljarða fyrir seinheppna framherja United í sumar

Til í að borga tæpa 9 milljarða fyrir seinheppna framherja United í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hertz kemur inn fyrir Eitt Sett en aðrir framlengja við Bestu deildina

Hertz kemur inn fyrir Eitt Sett en aðrir framlengja við Bestu deildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugaverður landsliðshópur A-landsliðs kvenna – Fjórar spila á Íslandi

Áhugaverður landsliðshópur A-landsliðs kvenna – Fjórar spila á Íslandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu

Real Madrid vill kaupa varnarmanninn sem er í fyrsta sinn í landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti