Mikael Egill Ellertsson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu er hafður að háð og spotti eftir viðtal sem tekið var við hann í gær.
Kristall Máni Ingason sem spilað hefur fyrir yngri landslið Íslands birtir myndskeið af þessu á X-inu.
Mikael var í viðtali við Elvar Geir Magnússon hjá Fótbolta.net þegar hann var spurður að því hvernig gengi í Feneyjum.
Mikael er leikmaður Venezia í efstu deild á Ítalíu en mun í sumar ganga í raðir Genoa.
„Ganga? Bara inni í Feneyjum,“ sagði Mikael en Elvar lét hann þá vita um að hann væri að um gengi liðsins, Venezia.
Þetta myndskeið er kostulegt og má sjá hér að neðan.
Mikael geturu ekki sagt okkur hvernig það er að ganga í Feneyjum? pic.twitter.com/kBLsrQ0YtP
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) March 18, 2025