fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Pressan

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 09:30

Jessie Hoffman Jr. var tekinn af lífi með köfnunarefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum tóku í gærkvöldi af lífi 46 ára fanga, Jessie Hoffman Jr., fyrir morð sem hann framdi árið 1996. Jessie er fyrsti fanginn í 15 ár sem tekinn er af lífi í Louisina og var aðferð sem aldrei áður hefur verið beitt í ríkinu notuð við aftökuna.

Jessie var tekinn af lífi með köfnunarefni og hefur sú aðferð aðeins verið notuð í örfá skipti áður í Bandaríkjunum. Oklahoma varð árið 2015 fyrsta ríkið til að heimila slíkar aftökur en aðferðinni var fyrst beitt í janúar í fyrra þegar Kenneth Eugene Smith var líflátinn í Alabama.

Aðferðin felst í því að fanginn andar að sér hreinu köfnunarefni, sem veldur skorti á súrefni (köfnun) og leiðir til meðvitundarleysis og dauða. Stuðningsmenn hennar telja hana mannúðlegri en banvænar lyfjasprautur, en gagnrýnendur benda á að áhrif hennar séu ekki nægjanlega rannsökuð og að hún gæti valdið óþarfa þjáningu.

Jessie var dæmdur fyrir morð á 28 ára konu, Mary Elliott, í New Orleans daginn fyrir þakkargjörðarhátíðina árið 1996. Hoffman var 18 ára á þessum tíma en hann var dæmdur fyrir að ógna Mary með skotvopni, nema hana á brott og aka með hana á afskekkt svæði þar sem hann nauðgaði henni og hafði af henni 200 Bandaríkjadali.

Að því loknu skaut hann hana í höfuðið en lögregla telur að hún hafi lifað í nokkrar mínútur eftir að hún var skotin.

Mary var framkvæmdastjóri á auglýsingastofu þegar hún var myrt og í hjónabandi með manni að nafni Andy Elliott. Andy sagði við USA Today að Mary hafi verið einstök manneskja sem hafi átt framtíðina fyrir sér. Andy sagði sjálfur að dauði Jessie myndi ekki færa honum eða aðstandendum Mary einhverja lokun.

„Von mín er að hann verði annað hvort tekinn af lífi eða dómnum breytt í lífstíðarfangelsi sem allra fyrst. Fyrst þá getum við sett þetta skelfilega mál í baksýnisspegilinn,“ sagði hann.

Andy og Mary þegar þau gengu í hjónaband.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning
Pressan
Í gær

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“
Pressan
Í gær

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband

4 ára hringdi í lögregluna eftir að mamma hans borðaði ísinn hans – Myndband
Pressan
Í gær

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“