fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósent – Áfram þétt taumhald peningastefnu og varkárni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. mars 2025 09:04

Peningastefnunefnd Seðlabankans. Mynd/Seðlabanki Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýrivexti um 0,25 prósent. Fara stýrivextir því úr 8,0 prósentum í 7,75 prósent.

Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að allir nefndarmenn hafi stutt tillögu um lækkunina. Þetta er fjórða stýrtivaxtalækkunin í röð.

„Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.

Segir að hægt hafi á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnu og að spenna þjóðarbúsins sé í rénun. Að sama skapi hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Hins vegar bendi hátíðnivísbendingar til þess að neysluútgjöld heimila hafi aukist á ný. Enn er mikil hækkun launakostnaðar og verðbólguvæntingar eru áfram yfir markmiðum.

„Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.

Vextir verða því sem hér segir:

  1. Daglán 9,50%
    2. Lán gegn veði til 7 daga 8,50%
    3. Innlán bundin í 7 daga 7,75%
    4. Viðskiptareikningar 7,50%

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“