Blaðið greindi frá því í gær að það hefði vakið athygli á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum að Halla notaði ekki fullt nafn við undirskrift sína. Þetta sást á kveðju sem hún sendi sveitinni í dagskrárriti tónleikanna. Notaði Halla nafnið Halla Tomas.
Blaðið spurði forsetaembættið út í þetta og kom fram í svarinu að þetta væri undirskriftin sem Halla hefði notað áratugum saman og haldið óbreyttri síðan hún tók við embætti forseta.
Guðrún er spurð út í þetta í Morgunblaðinu í dag og þar er haft eftir henni að það sé „út í bláinn“ að hún noti ekki fullt nafn. Það sé engin réttlæting að Halla hefði búið erlendis lengi og hefði notað undirskriftina lengi.
„Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað,“ segir Guðrún við Morgunblaðið.