Valur er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni þar sem gríðarleg dramatík var allan leikinn.
Guðjón Máni Magnússon kom ÍR með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ögmundur Kristinsson markvörður Vals varð fyrir því óláni að kýla leikmann ÍR.
Ögmundur var rekinn í sturtu og Stefán Þór Ásgeirsson kom inn í markið.
Manni færri komst Valur yfir en Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen skoruðu á 38 og 40 mínútu leiksins.
ÍR fékk aftur vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikurinn var á enda en Guðjón Máni lét þá Stefán verja frá sér.
Allt stefndi í sigur Vals þegar Víðir Freyr Ívarsson jafnaði fyrir ÍR. Það var svo Valur sem vann í vítaspyrnukeppni þar sem Stefán Þór varði tvær spyrnur og Valur mætir Fylkir í úrslitum á laugardag.