fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra fær tveggja mánaða bann frá knattspyrnu vegna brota á veðmálareglum knattspyrnumanna.

Elmar játaði brot sitt en hann veðjaði ekki á neina leiki hjá sínu liði og fær því vægari refsingu en þeir sem hafa verið dæmdir hér á landi síðustu ár.

Í málinu liggur fyrir játning kærða um að hann hafi tekið þátt í veðmálastarfsemi í tengslum við eigið mót á tímabilinu 17. janúar 2024 til 27. október s.á. Af þeim sökum telur nefndin ekki sérstaka þörf á að fjalla um málsatvik umfram það sem að framan greinir.

Dómurinn:
Samkvæmt gr. 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í gr. 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Enn fremur er að finna ákvæði sama efnis í staðalsamningi kærða við félag sitt, sbr. d-lið 1. gr. staðalsamnings KSÍ sem finna má í X. kafla reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Með vísan til framangreinds er ljóst að þátttakendum í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ, þar með talið leikmönnum, er óheimilt að taka þátt í getraunaleikjum hjá eigin liði og í eigin mótum á vegum KSÍ. Í grein 44.2 í lögum KSÍ eru tilgreind viðurlög sem unnt er að beita gagnvart einstaklingum vegna brota á lögum og reglugerðum KSÍ. Í 12. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál eru nánar tilgreind þau viðurlög sem nefndin getur beitt í kærumálum.

Með játningu kærða telst sannað að kærði hafi gerst brotlegur við grein 6.2 í lögum KSÍ, grein 4.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og d-lið 1. gr. staðalsamnings KSÍ. Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að kærði hefur gerst brotlegur gagnvart ákvæðum laga og reglugerða KSÍ sem er ætlað er að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís um þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigið mót brýtur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins. Ákvæði gr.

6.2 í lögum KSÍ og gr. 4.4 í reglugerð um knattspyrnumót kveður skýrt á um að óheimilt sé að taka þátt í veðmálastarfsemi í tenglum við eigin leiki og eigin mót. Engin greinarmunur er gerður á því hvort lið kunni að vera fallið úr tilteknu móti eða skipting hafi átt sér stað innan móts. Nefndin telur með vísan til framangreinds það ekki hafa sérstaka þýðingu í málinu að Vestri hafi leikið í neðri hluta Bestu deildar í úrslitakeppni og að hluti þeirra leikja sem kærði hafi veðjað á hafi verið leikir í efri hluta úrslitakeppninnar, enda eru allir leikir innan sama móts. Hið sama má segja um veðmál kærða á leiki innan annarra móta sem Vestri var þátttakandi í.

Kærði hefur á um níu mánaða tímabili gerst sekur um ítrekuð brot gegn framangreindum ákvæðum. Um er að ræða 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Lengjubikar karla og einn leik í Mjólkurbikar karla. Í mörgum tilvikum er um að ræða fleiri en eitt veðmál á hvern þessara leikja. Óumdeilt er að kærði hefur ekki stundað veðmálastarfsemi á eigin leiki en nefndin telur engu að síður að um sé að ræða alvarleg brot á reglum sem er ætlað að standa vörð um heilindi og ásýnd íþróttarinnar.

Í málinu liggur fyrir játning af hálfu kærða við framangreindum brotum og iðrun fyrir að varpa rýrð á knattspyrnuhreyfinguna með þátttöku sinni í veðmálastarfsemi sem laut að eigin mótum. Þá liggur jafnframt fyrir að málið hefur verið lengi til vinnslu innan KSÍ. Gögn málsins bera með sér að KSÍ hafi fengið veðmálasögu kærða frá UEFA og MGA þann 3. desember 2024. Greinargerð framkvæmdastjóra er dags. 7. mars 2025 og ekkert fram komið sem skýrir þennan drátt á málinu. Aga- og úrskurðarnefnd telur rétt að skýra þennan drátt á málinu kærða til hagsbóta við ákvörðun viðurlaga.

Við ákvörðun viðurlaga tekur nefndin tillit til alls framangreinds sem og þess að ekkert liggur fyrir um að kærði hafi með brotum sínum reynt að hagræða úrslitum leikja. Hefur aga- og úrskurðarnefnd ákveðið með vísan til gr. 44.2 í lögum KSÍ, sbr. c-lið gr. 12.1 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, að úrskurða Elmar Atla Garðarsson í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu á tímabilinu 18. mars 2025 til og með 18. maí 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Scholes efast um þessi orð Sir Jim Ratcliffe

Scholes efast um þessi orð Sir Jim Ratcliffe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð Finnbogason æfði með Breiðablik á Spáni

Alfreð Finnbogason æfði með Breiðablik á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool sendir inn fyrirspurn – Ódýrari kostur en aðrir

Liverpool sendir inn fyrirspurn – Ódýrari kostur en aðrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkur á að hann fari frá Liverpool en haldi sig í enska boltanum

Líkur á að hann fari frá Liverpool en haldi sig í enska boltanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Strákanna okkar

Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Strákanna okkar