Þetta gerðist á veitingastað keðjunnar í Shanghai að sögn The Independent sem segir að Haidilao hafi tilkynnt um bótagreiðsluna eftir að myndbandið fór í dreifingu í síðasta mánuði. Mennirnir sjást pissa í „hotpot“ þar sem þeir sátu að snæðingi í einkaherbergi á veitingastaðnum.
Fyrirtækið segir að málið hafi leitt í ljós ákveðna vankanta á þjálfun starfsfólks sem hafi valdið því að það tók ekki eftir því sem mennirnir gerðu.
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það skilji fullkomlega hversu óþægilegt þetta sé fyrir viðskiptavini og það sé ekki hægt að bæta þeim þetta að fullu en fyrirtækið muni gera sitt besta til að taka ábyrgð á málinu.
Ekki kemur fram hversu háar bætur verða greiddar.
Haidilao hefur kært mennina til lögreglunnar og hefur stigið fyrstu skrefin í málshöfðun gegn þeim. Þeir eru 17 ára og eru í haldi lögreglunnar.