fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Pressan

Hvíta húsið sagt undirbúa fjölgun í herliðinu í Panama

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 07:30

Panamaborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski herinn er að sögn að undirbúa fjölgun í herliði sínu í Panama. Er það að sögn gert samkvæmt fyrirmælum frá Hvíta húsinu. Þetta er hluti af markmiði Donald Trump um að fá aftur yfirráð yfir Panamaskurðinum.

Eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu í janúar hefur hann sagst vilja ná Panamaskurðinum aftur á vald Bandaríkjanna en eins og er fer Panama með stjórn skurðarins.

Hluti af þessari fyrirætlan hans er að hernum hefur verið gert að undirbúa áætlanir um hvernig bandaríski herinn geti starfað með her Panama við skurðinn yfir í mun ólíklegri aðgerð sem það væri að Bandaríkin sölsi skurðinn undir sig með valdi. NBC News skýrir frá þessu.

Fyrirætlanir Hvíta hússins um að styrkja bandaríska herinn í Panama er að sögn hluti af áætlun Trump um að reyna að draga úr áhrifum Kínverja við skurðinn. Skurðurinn er talinn vera hlutlaus en Trump hefur fullyrt að kínverskir hermenn „fari með stjórn hans“ og telur að Panama láti bandarísk fyrirtæki greiða of mikið fyrir notkun hans.

José Raúl Mulino, forseti Panama, hefur vísað ásökunum Trump á bug og sagt þær vera „bull“.

En Trump stendur fast á að vilja fá meiri yfirráð yfir skurðinum.

Bandaríkin eru nú þegar farin að láta til sín taka til að ná meiri yfirráðum yfir honum. Fyrr í mars samþykkti fyrirtæki í Hong Kong að selja hlut sinn í dótturfyrirtæki sem rekur hafnir nærri skurðinum. Yfirvöld í Panama verða að samþykkja söluna.

200 bandarískir hermenn eru staðsettir í Panama að sögn heimildarmanna í bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að dóttir þeirra verði úrskurðuð látin – Hvarf á dularfullan hátt fyrir tveimur vikum

Vilja að dóttir þeirra verði úrskurðuð látin – Hvarf á dularfullan hátt fyrir tveimur vikum
Pressan
Í gær

Þriggja mánaða hústöku farandfólks í Gaîté Lyrique lokið og lögreglan er nú gagnrýnd fyrir harðræði

Þriggja mánaða hústöku farandfólks í Gaîté Lyrique lokið og lögreglan er nú gagnrýnd fyrir harðræði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur örva kynhvötina

Þessar matvörur örva kynhvötina