fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Unglingsdrengur framdi líkamsárás á Domino´s

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 16:30

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengur undir lögaldri hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem framin var annars vegar í biðstöð Strætó og hins vegar á einum af útsölustöðum pítsustaðakeðjunnar Domino´s í Reykjavík.

Drengurinn var ákærður fyrir að hafa framið líkamsárásina 6. mars 2023. Samkvæmt ákærunni réðst hann á einstakling, sem miðað við samhengi dómsins var einnig drengur á unglingsaldri, í félagi við þekktan aðila. Fyrst var ráðist á þolandann innandyra í biðstöð Strætó og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama, kýlt og hrækt á hann og skömmu síðar var aftur veist að honum í þetta sinn á Domino´s og hann kýldur í andlitið. Afleiðingar árásarinnar voru þær að þolandinn hlaut mar og bólgu á efri vör, kúlu hægra megin á hnakka, eymsli ofan gagnauga vinstra megin, á enni og í mjóbaki og mar vinstra megin á enni.

Fyrir hönd barnaverndarþjónustu Kópavogs var þess krafist að þolandanum yrðu dæmdar 1 milljón króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta.

Drengurinn játaði brot sitt skýlaust en sagði bótakröfuna of háa.

Ungur

Í dómnum er tekið fram að hann sé enn ólögráða en hversu gamall hann var þegar hann réðst á þolandann, fyrir tveimur árum, hefur verið afmáð úr dómnum.

Segir í dómnum að við ákvörðun refsingar sé litið til ungs aldurs drengsins sem og játningar hans. Á móti sé hins vegar horft til þess að hann hafi ráðist á þolandann tvisvar með stuttu millibili og að árásin hafi meðal annars beinst að höfði þolandans. Í ljósi alls þessa þótti hæfilegt að dæma drenginn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Haldi drengurinn skilorð í tvö ár fellur refsingin niður. Hann er einnig dæmdur til að sæta umsjón og fyrirmælum barnaverndaryfirvalda fram til 18 ára aldurs en eftir það Fangelsismálastofnunar. Þegar kemur að upphæð skaðabóta þarf drengurinn að greiða þolanda sínum 200.000 krónur auk vaxta og dráttarvaxta og þar að auki 267.840 krónur í málskostnað vegna bótakröfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir undarlegt að sjá þekkt undirheimafólk í tálbeituhópum – „Þarna virðast glæpamenn vera að ná sér í pening“

Segir undarlegt að sjá þekkt undirheimafólk í tálbeituhópum – „Þarna virðast glæpamenn vera að ná sér í pening“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

dk hugbúnaður og Syndis í samstarf um öryggislausnir

dk hugbúnaður og Syndis í samstarf um öryggislausnir
Fréttir
Í gær

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir
Fréttir
Í gær

Vilja að ráðherra kortleggi eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna – Skýrsla Kristjáns Þórs þótti hlægileg

Vilja að ráðherra kortleggi eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna – Skýrsla Kristjáns Þórs þótti hlægileg
Fréttir
Í gær

Þetta vill Samúel Jón gera við lóðina við MH

Þetta vill Samúel Jón gera við lóðina við MH