Það er ekkert til í því að Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, gæti farið til Bayern Munchen í sumar.
Miðvörðurinn öflugi hefur verið orðaður við Bayern undanfarið en samkvæmt Sky í Þýskalandi er ekkert til í því að félagið hafi sýnt honum áhuga eða spurst fyrir um hann.
Samningur Van Dijk við Liverpool rennur út í sumar og getur hann þá gengið burt frá Anfield frítt, skrifi hann ekki undir nýjan samning.
Það sama má segja um fleiri lykilmenn Liverpool, þá Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, sem einnig eru að renna út af samningi.