Arsenal og Bayern Munchen hafa bæði áhuga á Nico Williams, leikmanni Athletic Bilbao, fyrir sumarið.
Í fjölmiðlum á Spáni kemur fram að kantmaðurinn sé á blaði hjá Arsenal og þýskir miðlar greina þá frá því að Vincent Kompany vilji fá hann til Bayern.
Hinn 22 ára gamli Williams er afar spennandi leikmaður. Hann er kominn með níu mörk og sjö stoðsendingar í 36 leikjum með Athletic á þessari leiktíð og spilar þá einnig stóra rullu í Evrópumeisturunum í spænska landsliðinu.
Það er á reiki hvað Athletic vill fá fyrir Williams. Talað er um upphæð frá 60-80 milljónum evra. Hann á rúm tvö ár eftir af samningi sínum.