Arsenal er komið í það ferli að reyna að framlengja samning sinn við Bukayo Saka sem er langbesti leikmaður félagsins.
Saka hefur verið meiddur síðustu vikur og hefur fjarvera hans svo sannarlega haft áhrif á Arsenal.
Samningur Saka rennur út eftir rúm tvö ár og vill Arsenal gera við hann lengri samning.
Saka fengi verulega launahækkun við nýjan samning en hann er með 10 milljónir punda í árslaun á núverandi samningi.
Saka er lykilmaður í enska landsliðinu en Arsenal vonast til þess að tryggja sér nýjan samning við hann á næstu vikum.