Manchester United telur sig geta keypt alvöru leikmenn í sumar en til að það verði að veruleika þarf félagið að selja leikmenn.
Florian Plettenberg virtur blaðamaður í Þýskalandi fjallar um málið en hann er sérfræðingur á félagaskiptamarkaðnum.
Hann segir að United muni reyna að losa sig við Casemiro en Victor Lindelöf og Christian Eriksen fara frítt þegar samningar þeirra eru á enda.
Þá segir Plettenberg að United vilji selja Kobbie Mainoo til að reyna að búa sér til fjármagn til leikmannakaupa.
Einnig mun United reyna að selja Marcus Rashford sem er á láni hjá Aston Villa og þá er Antony kantmaður liðsins einnig til sölu.