Christian Eriksen miðjumaður Manchester United fer frítt frá félaginu í sumar, samningur hans er þar á enda.
Eriksen hefur verið í litlu hlutverki á þessu tímabili en hann var í stærra hlutverki áður.
Eriksen er á sínu þriðja tímabili hjá United en hann er farin að skoða aðra kosti.
Miðjumaðurinn er 33 ára gamall og ætlar sér að halda áfram að spila.
Fleiri leikmenn fara frá United í sumar en ljóst er að Victor Lindelöf er einnig á förum þegar samningur hans er á enda í sumar.
🚨❌ No doubts or change of plans for Christian Eriksen’s future: he’s gonna leave Man United as free agent in July. pic.twitter.com/i7O90zX0il
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 18, 2025