Alfreð Finnbogason yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik tók þátt í æfingu liðsins á Spáni þar sem liðið er í æfingaferð.
Alfreð lagði skóna á hilluna á dögunum en hann tók við starfinu síðasta sumar.
Framherjinn magnaði er ekki að taka skóna af hillunni en tók þátt í æfingu liðsins á Spáni.
Alfreð er 36 ára gamall og átti magnaðan feril sem landsliðsmaður og atvinnumaður í mörg ár.
Hann var í sautján ár í atvinnumennsku en ákvað að hætta eftir að hafa rift samningi sínum við Eupen í Belgíu.
@breidablikfc TRAINING CAMP – DAY 5 💚⚽️