Búast má við því að iPhone 17 verði kynntur formlega til leiks í september næstkomandi eins og venjan hefur verið undanfarin ár og síminn fari svo í sölu stuttu síðar.
Sonny Dickson, sem fjallar um nýjustu tækninýjungarnar á markaðnum, birti á X-síðu sinni í vikunni myndir sem sagðar eru sýna hvernig iPhone 17 kemur til með að líta út.
Um er að ræða fjórar einskonar prufuútgáfur af símanum sem sýna talsverðar breytingar á bakhliðinni þar sem aðalmyndavél símans er staðsett.
Eins og sést er hver útgáfa með sína hönnun á bakhliðinni og þá eru símarnir í fjórum mismunandi stærðum. Ein útgáfa er til dæmis áberandi þynnri en hinar og í frétt New York Post er því velt upp að þarna sé á ferðinni iPhone Air sem á að vera mun þynnri en aðrir snjallsímar frá Apple.
Á síminn að koma í staðinn fyrir iPhone Pro-símann og verður hann aðeins 5,5 millimetrar á þykkt og mjög léttur.
Á sama tíma og Apple kynnir til leiks þunnan og léttan síma segir Tech Radar að Apple kynni einnig til leiks sinn dýrasta iPhone til þessa. Upplýsingar um hann, tæknibúnað og verð þar á meðal, hafa ekki verið gefnar út.
Here’s your first look at the iPhone 17 dummies, Thoughts? pic.twitter.com/WnOjD71Iba
— Sonny Dickson (@SonnyDickson) March 16, 2025