Liðin mætast í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Kósóvó á fimmtudag en sá seinni, sem telst heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudag.
Meira
Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest
Leikirnir eru mikilvægir, en það getur skipt sköpum að vera í B-deildinni í næstu Þjóðadeild er kemur að möguleikum að komast inn á EM 2028.
Veðbankar telja Kósóvó, sem er í 99. sæti heimslista FIFA, 29 sætum á eftir Íslandi, sem fyrr segir sigurstranglegri aðilann og er stuðull á sigur þeirra á Lengjunni til að mynda 2,10.
Stuðull á sigur Íslands er 3,22 og er hann 3,10 á jafntefli.
Íslenska liðið kom saman til æfinga á Spáni í gær, þar sem það undirbýr sig fyrir leikina.