Lionel Messi finnst miður að missa af komandi landsleikjum Argentínu gegn Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM.
Messi, sem er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, dró sig úr hópnum þar sem hann er að jafna sig af smá meiðslum sem hann varð fyrir í síðasta leik.
„Ég er leiður yfir að missa af leikjunum. Mig langaði virkilega að spila en smávægileg meiðsli þýða að ég þarf að hvíla og get ekki verið með. Ég mun styðja liðið eins og hver annar aðdáandi,“ segir Messi.
Messi vill áfram vera hluti af landsliðinu og stefnir á að vera í fullu fjöri á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og á næsta ári.
Messi vann HM með Argentínu árið 2022 í Katar og vill reyna að endurtaka leikinn.