Bandarísk veiðikona og áhrifavaldur hefur sett Ástralíu á hliðina eftir að hún birti myndband á netinu. Myndbandið sýndi hvernig hún tók ungan vamba (e. wombat) af móður sinni, hljóp með hann í átt að áströlskum kærasta sínum sem var að taka upp myndbandið, á meðan vambamóðirin hljóp örvæntingafull á eftir henni. Eftir smástund og eftir að hafa sýnt myndavélinni litla vambann sleppti áhrifavaldurinn, Samantha Jones, dýrinu hlæjandi og það hljóp þá eftir móður sinni.
Myndbandið vakti mikla reiði. Þegar ungviði er tekið af móður með þessum hætti er hætt við að móðirin hafni því. Þannig hafi Jones stefnt dýrinu í hættu en vambar njóta lagaverndar í Ástralíu. Áhrifavaldurinn hefur nú eytt myndbandinu en skaðinn var þegar skeður. Ástralir eru brjálaðir. Forsætisráðherrann Anthony Albanese segir myndbandið ekkert annað en reginneisu. Innanríkisráðherrann Tony Burke gaf fljótlega út að ráðuneyti hans væri að rannsaka hvort áhrifavaldurinn hefði með þessari háttsemi brotið gegn skilyrðum vegabréfsáritunar sinnar og hvort efni væru til að vísa henni úr landi.
SCUMBAG OF THE DAY 🤬
Sam Jones is a US hunting influencer who has gone viral for posting a tiktok of her taking a baby wombat away from its mother in the middle of the night as a joke…for a bit of fun.
Please Sign The Petition at https://t.co/TJGIq2orzj via @UKChange. pic.twitter.com/aZNVd5gt5Q
— PROTECT ALL WILDLIFE (@Protect_Wldlife) March 12, 2025
Albo telling wombat abuser Sam Jones to f*ck around and find out pic.twitter.com/lrprpx6EC7
— Quokka🇺🇦 (@Q2Quokka) March 13, 2025
Samantha, eða Sam eins og hún er kölluð, gaf í kjölfarið út tilkynningu þar sem hún baðst afsökunar en reyndi á sama tíma að réttlæta sig. Hún segist ekki hafa ætlað sér að valda skaða. Hún hafi verið úti að keyra með kærasta sínum og séð tvo vamba úti í vegakanti sem voru ekki að hreyfa sig. Hún segist vita til þess að vambar verði gjarnan fyrir bílum svo hún ákvað að stoppa og kanna hvort dýrin væru slösuð.
„Eins og sést á myndbandinu, þá hreyfði ungi vambinn sig hvorki né hljóp í burtu. Ég óttaðist að hann væri veikur eða slasaður svo ég tók skyndiákvörðun um að taka hann upp til að sjá hvort sú væri raunin.“
Síðan hafi hún hlaupið í burtu með dýrið í fanginu svo móðir vambans myndi ekki ráðast á hana.
Þessum skýringum var ekki tekið vel enda heyrist Sam segja á myndbandinu: Sjáðu, ég náði litlum vamba. Jones tilkynnti í kjölfarið að hún hefði yfirgefið Ástralíu og væri á leiðinni heim til Bandaríkjanna. DailyMail bendir á að þetta sé lygi. Jones og kærasti hennar séu sem stendur í Tælandi þar sem þau láta lítið fara fyrir sér. Eins hefur fyrrum vinur áhrifavaldsins kastað olíu á eldinn með því að birta skilaboð sem Jones sendi honum eftir alla gagnrýnina.
„Gettu hvað ég sá í fluginu mínu til Tælands í dag? Fullt af gömlum sköllóttum Áströlum sem eru að fljúga til Tælands. Þau [almenningur í Ástralíu] gagnrýna þessa menn ekki fyrir að fara til útlanda til að hafa samfarir við börn en ég er skíthællinn?“
Fyrrum vinurinn deildi þessum skilaboðum eftir vinslitin við Jones en áhrifavaldurinn sakaði vininn um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla og sendi honum vægast sagt ógeðfelld skilaboð í kjölfarið sem hann svo að sjálfsögðu lak beint í fjölmiðla.
„Ég vildi bara senda þér persónulegt „fokkaðu þér“ frá mér til þín. Fokkaðu þér. Við munum algjörlega reyna hvað við getum til að gera líf þitt að helvíti, um leið og við getum, ok? En sem betur fer er líf þitt frekar helvíti. Á meðan þú átt varla bót fyrir boruna á þér er ég að njóta.“
‘Influencer’. This is what happens when you make idiots internet famous. Get the fuck out of our country, you ignorant twit. Leave our wildlife alone. She should be deported.#SamJones #Wombats https://t.co/yBcAMj2zuU
— Daniel Best – Author (@20thCenturyDan) March 12, 2025
Fyrrum vinurinn segir við blaðamenn að Jones sé slétt sama um velferð vamba og sjái ekkert eftir athæfi sínu. Allt ætlaði svo endanlega um koll að keyra þegar það kom í ljós að Jones er mikil áhugakona um veiðar á villtum dýrum og hefur birt montmyndir af sér með hræjum dýra sem hún hefur drepið sér til skemmtunar. Til að bæta gráu ofan á svart er Jones umhverfisvísindamaður, en vinnuveitandi hennar hefur greint fjölmiðlum frá því að hún hafi látið af störfum fyrir nokkru síðan. Vinnuveitandinn fordæmdi myndbandið alræmda, enda starfar fyrirtækið við vernd villtra dýra.
Jones hefur reynt að beina gagnrýninni í aðra átt. Hún hefur gagnrýnt stjórnvöld í Ástralíu fyrir að löggjöf sem veitir heimild til að fella jafnvel verndaðar dýrategundir ef ástæða þykir til, þar með talið vamba, kengúrur, hestar, hreindýr og svín. Ástralir láta þó ekki slá ryki í augun á sér, og hafa netverjar grafið upp að Jones hefur sjálf nýtt sér þessa löggjöf, meðal annars til að skjóta kengúrur.
Jones skrifaði með myndbandinu þegar hún birti það að hún hafi látið drauminn um að halda á vamba rætast. Áhrifavaldurinn hefur nú greint frá því að hún hafi fengið hótanir frá þúsundum einstaklinga.
„Er ég illmennið? Fyrir að halda á vamba hefur lífi mínu verið hótað af þúsundum manna.“
that white american barefoot woman stealing the baby wombat is so fucking evil and i can’t wait until nature takes its course pic.twitter.com/ZVAxnp4Cyv
— endora bullshit (@collectdust) March 13, 2025