fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Spreðaði 17 milljónum í afmæli í höfuðborginni – „Hann hefði fengið tíu ára fangelsi“

433
Þriðjudaginn 18. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney hélt heldur betur upp á 29 ára afmælið sitt á sunnudag og kostaði það hann um 100 þúsund pund, eða yfir 17 milljónir íslenskra króna.

Toney er leikmaður Al-Ahli í Sádi-Arabíu og þénar hann svakalegar upphæðir þar. Hann var áður lengi á mála hjá Brentford á Englandi.

Framherjinn leigði skemmtistað í London undir afmælið sitt á dögunum, en nú er landsleikjahlé og var hann ekki valinn í enska landsliðshópinn. Það gefst því tími til að skemmta sér.

Getty Images

Enska götublaðið The Sun fjallar nú um veisluna. Þar kemur fram að í heildina hafi hún kostað um 100 þúsund pund sem fyrr segir. Inni í þeirri upphæð er leiga á staðnum, skemmtiatriði frá þekktum plötusnúðum og svakalegur drykkjareikningur, en það kemur fram að allar konur í afmælinu hafi drukkið frítt. Heimildamaður The Sun segir að barnsmóðir Toney og kærasta til langs tíma, Katie Bio, hafi hvergi verið sjáanleg.

Á meðal gesta voru knattspyrnumenn á borð við Michael Olise, Trevoh Chalobah og Joe Gomes.

Veislan heldur áfram næstu daga samkvæmt heimildamanninum. Kemur einnig fram að Toney sé nokkuð leiður yfir því að hafa ekki verið valinn í landslisðhóp Thomas Tuchel.

„Það er ekki furða að hann hafi haldið þessa veislu á Englandi. Hann hefði fengið tíu ára fangelsi í Sádí,“ sagði heimildamaðurinn enn fremur, en ströng lög sem banna áfengi eru í gildi í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“

Myndband: Mætti seint á fyrsta degi – „Sumir myndu senda ykkur burt strax“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest

Óttast þessa þrjá leikmenn Íslands mest
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birtir mynd af sér á gjörgæslu þar sem hann var að berjast fyrir lífi sínu

Birtir mynd af sér á gjörgæslu þar sem hann var að berjast fyrir lífi sínu
433Sport
Í gær

Staðfest að tveir öflugir stjórar séu á blaði Tottenham – Skoða að reka Postecoglou

Staðfest að tveir öflugir stjórar séu á blaði Tottenham – Skoða að reka Postecoglou
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool eignaðist sitt fyrsta barn með 19 ára eiginkonu sinni

Fyrrum leikmaður Liverpool eignaðist sitt fyrsta barn með 19 ára eiginkonu sinni