fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Pressan

Á þessum baðströndum er nekt skylda

Pressan
Laugardaginn 22. mars 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ætlar að skella þér til Rostock í Þýskalandi í sumar, þá er kannski snjallt að taka lítið með af fötum, því of mikill fatnaður getur orðið til þess að þér verði vísað á brott frá nokkrum baðströndum þar.

Yfirvöld hafa lagt til nýjar reglur varðandi klæðaburð á nektarströndum á svæðinu en samkvæmt þeim verður einfaldlega óheimilt að vera í fötum þar. Munu strandverðir fá heimild til að vísa fólki á brott og banna því að koma aftur á strendurnar ef það brýtur þessar reglur.

Rostock stendur við Eystrasalt og stærir sig af 15 km strandlengju sem er skipt upp í baðstrendur fyrir nektarsinna, fólk sem kýs að vera í fötum og strendur þar sem engar reglur gilda um klæðaburð eða klæðleysi.

Ástæðan fyrir þessu er að nektarsinnum fer fækkandi en löng hefð er fyrir nektarströndum í Þýskalandi. Yngri kynslóðirnar eru þó lítt hrifnar af því að spranga um naktar innan um aðra. Einnig hefur borið á því að fólk, sem ekki afklæðist, mæti á nektarstrendur til þess að því er virðist að horfa á nakið fólk og jafnvel mynda það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við bundum enda á ömurlegt líf hans“ sagði Trump

„Við bundum enda á ömurlegt líf hans“ sagði Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kanadamenn íhuga að hætta við kaup á bandarískum orustuþotum

Kanadamenn íhuga að hætta við kaup á bandarískum orustuþotum