fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

Þetta vill Samúel Jón gera við lóðina við MH

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. mars 2025 15:52

Samúel Jón Samúelsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Jón Samúelsson er landskunnur fyrir aðkomu sína að tónlistarlífi landsins, sem hljóðfæraleikari, útsetjari eða meðhöfundur, og tónlistarstjórn við sjónvarpsþáttagerð, leikhús, kvikmyndir, auglýsingar, þáttagerð á Rás 1 og sem plötusnúður.

Samúel Jón er einnig kennari við Menntaskólann í tónlist (MÍT). Segir hann skólann á allt of mörgum stöðum, kennslan fari fram í Rauðagerði og í SKipholti og nemendur stundi svo bóklegt nám við Menntaskólann við Hamrahlíð (MH).

Er Samúel Jón því með afbragðs hugmynd sem lausn á húsnæði skólans, sem hann deilir á Facebook.

Helst vildi ég að ríkið byggði nýtt sérhannað húsnæði fyrir skólann. Unga fólkið okkar á að búa við bestu aðstæður. En þar sem slíkt virðist ekki í kortunum langar mig að kasta fram hugmynd. Byggja sérhannaða samtengda álmu fyrir alla tónlistarkennsluna á lóð MH. Þá nýtist bókkennslu húsið og hátíðarsalurinn og krakkarnir geta stundað námið á einum stað.

Birtir Samúel Jón síðan mynd með hugmynd sinni þar sem fyrirhuguð álma gæti verið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja færa fjórðungssjúkrahúsið frá Neskaupstað til Egilsstaða

Vilja færa fjórðungssjúkrahúsið frá Neskaupstað til Egilsstaða
Fréttir
Í gær

Bjarni Már vill íslenska leyniþjónustu: „Íslenska þjóðin þarf að vakna til vit­und­ar“

Bjarni Már vill íslenska leyniþjónustu: „Íslenska þjóðin þarf að vakna til vit­und­ar“
Fréttir
Í gær

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar

Undarlegar „íslenskar“ matreiðslubækur til sölu á erlendum vefsíðum – „Græn matur“ eftir Álfhildi Blómlyftu og aðrir undarlegir titlar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði