fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 14:04

Marco Rubio á fundi G7-ríkjanna/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oggulítill rauður dregill hefur vakið töluverða lukku í netheimum og valdið því að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, var hafður að háði og spotti. Litla dregilinn mátti sjá á myndum frá flugvelli í Quebec, Kanada, í síðustu viku þar sem Rubio var boðinn velkominn. Ráðherrann var að mæta á ráðstefnu G7-ríkjanna sem var haldin í borginni La Malbaie á föstudaginn.

Netverjar eru sannfærðir um að dregillinn hafi viljandi verið hafður lítill til að hefna fyrir tíðar fullyrðingar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kanada verði innlimað með góðu eða illu á kjörtímabilinu.

„Ég elska Kandabúa. Sjáið lengdina á þessum rauða dregli sem var rúllað út fyrir Rubio utanríkisráðherra í Kanada?“ skrifar einn netverji. Það vakti svo enn meiri kátínu þegar netverjar tóku eftir því að ekki bara var dregillinn stuttur heldur endaði hann líka í miðjum poll. „Beint í pollinn með þig,“ skrifar einn kátur. Annar velti fyrir sér hvort að Rubio hefði aðeins fengið fjórðung, eða 25%, af dregli út af þeim tollum sem Bandaríkin ætla að setja á kanadískan innflutning. „Afnemið tollana og þá fáið þið lengri dregil.“

Stjórnvöldum í Kanada er vægast sagt ekki skemmt yfir hótunum nágranna sinna. Trump hefur ítrekað hvatt Kanada til að gerast 51. ríki Bandaríkjanna og gert að því skóna að innlimun sé óumflýjanleg. Utanríkisráðherra Kanada, Mélanie Joly, sagði á fundi G7 að Kanada sé fullvalda ríki og verði það áfram. Hún beindi orðum sínum til Rubio og Trump og sagði: „Þið eruð hér, þið virðið okkur og þið virðið fullveldi okkar. Þið virðið fólkið okkar. Punktur.“

Kanada sé ekki hluti Bandaríkjanna því þjóðin vilji það ekki og hefur aldrei viljað. Sumir haldi því fram að Bandaríkjaforseti sé að grínast en Joly tók fram að Kanadabúum er ekki skemmt, heldur eru þeir óttaslegnir. Kanadabúar séu stolt þjóð og hafi ekki húmor fyrir því að fullveldi þeirra sé ógnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Í gær

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“
Pressan
Í gær

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp