Oggulítill rauður dregill hefur vakið töluverða lukku í netheimum og valdið því að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, var hafður að háði og spotti. Litla dregilinn mátti sjá á myndum frá flugvelli í Quebec, Kanada, í síðustu viku þar sem Rubio var boðinn velkominn. Ráðherrann var að mæta á ráðstefnu G7-ríkjanna sem var haldin í borginni La Malbaie á föstudaginn.
Netverjar eru sannfærðir um að dregillinn hafi viljandi verið hafður lítill til að hefna fyrir tíðar fullyrðingar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kanada verði innlimað með góðu eða illu á kjörtímabilinu.
„Ég elska Kandabúa. Sjáið lengdina á þessum rauða dregli sem var rúllað út fyrir Rubio utanríkisráðherra í Kanada?“ skrifar einn netverji. Það vakti svo enn meiri kátínu þegar netverjar tóku eftir því að ekki bara var dregillinn stuttur heldur endaði hann líka í miðjum poll. „Beint í pollinn með þig,“ skrifar einn kátur. Annar velti fyrir sér hvort að Rubio hefði aðeins fengið fjórðung, eða 25%, af dregli út af þeim tollum sem Bandaríkin ætla að setja á kanadískan innflutning. „Afnemið tollana og þá fáið þið lengri dregil.“
Stjórnvöldum í Kanada er vægast sagt ekki skemmt yfir hótunum nágranna sinna. Trump hefur ítrekað hvatt Kanada til að gerast 51. ríki Bandaríkjanna og gert að því skóna að innlimun sé óumflýjanleg. Utanríkisráðherra Kanada, Mélanie Joly, sagði á fundi G7 að Kanada sé fullvalda ríki og verði það áfram. Hún beindi orðum sínum til Rubio og Trump og sagði: „Þið eruð hér, þið virðið okkur og þið virðið fullveldi okkar. Þið virðið fólkið okkar. Punktur.“
Kanada sé ekki hluti Bandaríkjanna því þjóðin vilji það ekki og hefur aldrei viljað. Sumir haldi því fram að Bandaríkjaforseti sé að grínast en Joly tók fram að Kanadabúum er ekki skemmt, heldur eru þeir óttaslegnir. Kanadabúar séu stolt þjóð og hafi ekki húmor fyrir því að fullveldi þeirra sé ógnað.
I love Canadians.
Look at the length of the red carpet that was rolled out for US Secretary of State Rubio in Canada. 😂😂😂 pic.twitter.com/aWDYT7iQjt— Jürgen Nauditt 🇩🇪🇺🇦 (@jurgen_nauditt) March 14, 2025
The the tiny wet red carpet is a perfect analogy for Little Marco Rubio being greeted in Canada.
— Art Candee 🍿🥤 (@ArtCandee) March 14, 2025
🤣
Canada rolled out a tiny red carpet for Marco Rubio. pic.twitter.com/FRX83smlUM— Anonymous (@YourAnonNews) March 14, 2025
We gave Rubio a red mat. Fuck the red carpet.
Apparently every G7 foreign minster ignored this angry Incel dwarf and he felt “disrespected”.
😂🇨🇦 pic.twitter.com/D9I1zOdzkY
— Dean Blundell🇨🇦 (@ItsDeanBlundell) March 14, 2025
That’s trolling on highest level. The protocol dictates a red carpet. Let’s make it the shortest red carpet in history and let it and in a puddle. Well played, Canada!#Canada #Rubio pic.twitter.com/fiFPM8JwCB
— LittleAlex 🇺🇦🇮🇱🇩🇪🇳🇴 (@313373) March 14, 2025
These cats got a better red carpet treatment than Marco Rubio did in Canada. pic.twitter.com/nMtE4ggXzW
— The Spirit of Lorenzo the Cat (@LorenzoTheCat) March 15, 2025
HAHA! Check out the tiny red carpet Canada rolled out for Marco Rubio as he arrived for the G7 foreign ministers’ meeting pic.twitter.com/xfc9fSYQvB
— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) March 14, 2025