Liverpool tapaði fyrir Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Fyrirliða Liverpool var þó hrósað fyrir athæfi sitt eftir leik.
Newcastle komst í 2-0 í leiknum og vann að lokum 2-1. Var þetta fyrsti titill liðsins í 70 ár og að vonum mikil gleði í leikslok.
Virgil van Dijk átti ekki sinn besta leik í vörn Liverpool í gær en lýsandinn í útvarpsútsendingu BBC á leiknum hrósaði hegðun hans eftir leik.
„Van Dijk gekk hringinn og tók í höndina á öllum leikmönnum Newcastle. Hann sýndi þeim mikla virðingu vegna þess sem þeim hafði tekist að gera,“ sagði Stephen Warnock á BBC.