Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í stuði í viðtali eftir 1-0 sigur á Chelsea í gær.
Spánverjinn gerði þar grín að sjálfum sér, en hann var gagnrýndur á dögunum fyrir að ganga burt úr viðtali eftir jafntefli við Manchester United. Hafði hann verið spurður að því hvort hann teldi möguleika Arsenal í titilbaráttunni á Englandi vera úr sögunni.
Arteta gekk aftur úr viðtalinu í gær, í kjölfar þess að vera spurður út í meiðsli Bukayo Saka og endurhæfingu hans. Í þetta sinn var það hins vegar gert í góðu gamni og sneri hann aftur fyrir framan hljóðnemann um hæl.
Þess má geta að hann sagðis bjartsýnn á að Saka gæti snúið aftur á völlinn eftir landsleikjahlé næstu viku. Englendingurinn er algjör lykilmaður fyrir Arsenal en hefur verið meiddur síðan fyrir áramót.
Hér að neðan má sjá grín Arteta.
Arteta when asked about saka return😂😂😂😂
Kyoot 🫠 pic.twitter.com/lfVF5IdjnT— Arivazhagan (@ariv22) March 16, 2025