fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Netflix-þættirnir sem Kolbrún heldur ekki vatni yfir

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, fjölmiðlakona og blaðamaður á Morgunblaðinu, segist hafa orðið máttlaus eftir að hafa horft á fyrsta þáttinn í seríu sem nýlega var frumsýnd á Netflix.

Kolbrún greinir frá þessu í ljósvakapistli í Morgunblaðinu í dag.

„Gagnrýnandi The Guardian bar nýlega mikið lof á fjögurra þátta breska sjónvarpsmynd The Adolescence. Hann taldi hana með því besta sem hann hefði séð árum saman, jafnvel í áratugi, í sjónvarpi og gaf henni fullt hús, fimm stjörnur. Ljósvakahöfundur er búinn að sjá fyrsta þáttinn og varð máttlaus eftir áhorfið,“ segir Kolbrún.

The Adolescence segja frá þrettán ára dreng sem er handtekinn fyrir morð og færður til yfirheyrslu.

Hvað eftir annað endurtekur hann að hann hafi ekkert gert. Sönnunargögn segja annað. Hver þáttur er tekinn í einni töku, þannig að persónur sjást mikið á hreyfingu og umhverfið verður lifandi. Manni líður eins og maður sé að horfa á raunverulega atburði,“ segir Kolbrún í pistli sínum og bætir við að leikurinn sé svo sannfærandi að maður trúi því að hver einasta persóna sé til í raun og veru.

„Þetta eru ótrúlega magnþrungnir þættir um unglinga og ofbeldi. Þeir eiga brýnt erindi í samtíma þar sem of margir ráðvilltir unglingar fara sjálfum sér að voða og meiða aðra. Þættina má sjá á Netflix þar sem þeir eru að fá mikið áhorf. Þeir ættu að rata í íslenskt sjónvarp því þeir nálgast það að vera skylduáhorf. Það er ekki þægilegt að horfa á þá, en raunveruleikinn er heldur ekki alltaf sérstaklega geðslegur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Latínudeildin með nýtt lag í þremur útfærslum

Latínudeildin með nýtt lag í þremur útfærslum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill leitar að dýrum grip sem týndist fyrir 20 árum

Egill leitar að dýrum grip sem týndist fyrir 20 árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilegt samband Tiger Woods og Vanessu Trump opinberað

Leynilegt samband Tiger Woods og Vanessu Trump opinberað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarna frá tíunda áratugnum býr í bílnum sínum

Stórstjarna frá tíunda áratugnum býr í bílnum sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið

Kærasta Jennifer líður eins og þriðja hjólinu – Setur úrslitakosti eftir að Ben Affleck fór yfir strikið