Dagur Örn Fjeldsted kantmaður Breiðabiks hefur verið kallaður inn í U21 árs landsliðið sem mætir til æfinga á morgun.
Dagur kemur inn í hópinn vegna meiðsla Júlíusar Mar Júlíussonar KR.
Liðið leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. Báðir leikirnir fara fram á Pinatar Arena á Spáni.
Dagur var á láni hjá HK seinni hluta síðustu leiktíð en kantmaðurinn kemur nú inn í hópinn.
Kantmaðurinn er fæddur árið 2005 og lék 15 leiki í Bestu deildinni á síðasta ári og skoraði tvö mörk.