Það var í janúar 2021 sem Millich pantaði töflurnar. Eftir að hann byrjaði að taka þær fann hann fyrir aukaverkunum á borð við svima, hann varð þvoglumæltur og typpið bæði styttist og breytti um lögun. Þess utan minnkaði kynhvötin.
Í samtali við Mail Online sagði hann töflurnar hafi valdið honum mikilli vanlíðan andlega. Þess utan minnkaði vöðvamassi hans, typpið styttist og breytti um lögun og kynhvötin snarminnkaði.
Hann sagði að Hims.com hafi aldrei tekið neitt fram um þessar hættulegu aukaverkanir lyfsins sem á að hjálpa til í baráttunni við hártap.
Töflurnar dregur úr magni DHT hormónsins sem veldur því að hárið verður styttra, fínna og hættir að lokum að vaxa. En DHT er einnig mjög mikilvægt hormón þegar kemur að kynhvötinni, risi getnaðarlimsins og fleiri þáttum.