Liverpool mun hafa betur í kapphlaupinu við Chelsea þegar kemur að varnarmanninum öfluga Marc Guehi sem spilar með Crystal Palace.
Mirror greinir frá en Guehi er líklega á förum frá Palace í sumar vegna áhuga frá stórliðum í heimalandinu.
Guehi er uppalinn hjá Chelsea en fékk aldrei að spila deildarleik og virðist ekki hafa áhuga á að snúa aftur til félagsins.
Samkvæmt Mirror er Liverpool að vinna kapphlaupið um þennan 24 ára miðvörð og sér liðið hann sem eftirmann Virgil van Dijk sem hefur reynst liðinu vel í mörg ár.
Manchester City, Arsenal og Tottenham eru einnig að sýna áhuga en Guehi var nálægt því að semja við Newcastle í fyrra.