Meðal þeirra verkefna sem stofnunin hefur fjármagnað er rekstur útvarpsstöðvarinnar Radio Free Europe/Radio Liberty sem var sett á laggirnar í Evrópu á tímum kalda stríðsins. Það voru Bandaríkjamenn settu hana á laggirnar..
Markmið stöðvarinnar var að útvarpa óháðum fréttum til íbúa í ríkjunum austan megin við járntjaldið því þar lutu fjölmiðlar stjórn kommúnistastjórnanna sem stýrðu ríkjunum með harðri hendi.
The Wall Street Journal segir Joseph Lataille, fjármálastjóri Radio Free Europe, hafi borist bréf á laugardaginn þar sem honum var tilkynnt að stöðin njóti ekki lengur fjárstuðnings frá Bandaríkjunum.