Verkefnið er unnið í samstarfi við matvöruverslanir um allt land að sögn Dagens Nyheter.
Miika Ilomäki, stjórnandi FBC almannavarnarmiðstöðvarinnar, sagði í samtali við miðilinn að í þessum verslunum eigi fólk alltaf að geta verslað mat og í sumum á að vera hægt að kaupa eldsneyti. Á þéttbýlum svæðum mega ekki vera meira en 50 km í næstu verslun. Á landsbyggðinni má fjarlægðin ekki vera meiri en 150 km.