fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Bandaríkjamaður óttast að vera ekki velkominn á Íslandi – „Hvernig er best að falla inn í hópinn?“

Fókus
Sunnudaginn 16. mars 2025 17:30

Ferðamenn við Skógarfoss. Mynd: Valli. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem segist vera bandarískur og á leið í ferð til Íslands eftir nokkrar vikur óskar eftir ráðleggingum á Reddit um hvernig viðkomandi geti fallið sem best inn í hópinn og ekki skorið sig of mikið úr sem bandarískur ferðamaður á Íslandi. Segist viðkomandi óttast að vera ekki velkominn hér á landi vegna framgöngu stjórnvalda í heimalandi hans.

Tilvonandi ferðamaðurinn skrifar:

„Ég er að fara til Íslands eftir nokkrar vikur og ég skammast mín fyrir okkar pólitík. Mér finnst eins og nærvera okkar á hinu fagra Íslandi verði ekki vel séð. Systir mín og ég erum mjög frjálslyndir og mannúðlegir einstaklingar og erum að leitast við að vera besta mögulega dæmið um „góðaferðamenn. Að því sögðu hvernig er best að falla inn í hópinn og ekki móðga neinn og til að láta fólk vita að okkur býður jafn mikið við stöðu okkar í heiminum?“

Í svörum við þessari færslu hins áhyggjufulla tilvonandi gests á Íslandi er hann þó hughreystur:

„Ég held að engum muni ekki verða sama.“

„Ég er frá Bandaríkjunum og er á Íslandi núna. Ég get staðfest að það er öllum sama.“

Ekki öllum að kenna

Annar Bandaríkjamaður segist hafa fundið hjá sér þörf til að afsaka stjórnmálamenn í heimalandinu í heimsókn til Íslands fyrir viku en að flestir hér á landi átti sig á að það sé ekki hægt að heimfæra framgöngu stjórnvalda upp á hvern og einn einstakling í viðkomandi landi.

Hinum áhyggjufulla málshefjanda er einnig bent á að ekki sé ólíklegt að fleiri landar hans en Íslendingar muni verða á vegi hans á sumum stöðum á Íslandi.

Einn svarandi veitir beinskeytt ráð:

„Vertu bara ekki fáviti. Það er góð regla svona almennt.“

Málshefjandanum er bent á að vera ekkert að reikna með að umræður um stjórnmál muni koma upp í ferð hans. Segist viðkomandi svarandi hafa öðlast þá reynslu á ferðum sínum um Ísland og fleiri lönd að fólk ræði almennt ekki stjórnmál við ókunnuga.

Ekki ofhugsa

Aðili sem segist vera bandarískur telur þó innleggið dæmi um dæmigerða sjálfhverfu sem virðist oft grípa marga bandaríkjamenn og að málshefjandinn sé að ofhugsa málin. Fólk í öðrum löndum sé almennt ekki að hugsa jafn mikið um Bandaríkin og framgöngu þeirra í veröldinni eins og bandarískir borgarar virðist oft halda. Best fyrir málshefjandann sé einfaldlega að ganga vel um á Íslandi og fara eftir öllum reglum og þá muni nákvæmlega enginn álasa honum fyrir það hvaðan hann komi. Er þessi svarandi með eina ósk til handa hinum áhyggjufulla málshefjanda að lokum:

„Vonandi geturðu notið ferðarinnar og sloppið við að hugsa um þann skítstorm* (e. shitstorm) sem bandarísk stjórnmál eru.“

*Shitstorm er slangur sem notað er yfir ástand sem einkennist af afar hörðum og óvægnum deilum þar sem stór og harkaleg orð eru iðulega látin falla. Hafi lesendur hugmynd að betri þýðingu en skítstormur eru þeir hvattir til að koma henni á framfæri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Fyrir 4 dögum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“