fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Eldarnir loga enn glatt í Sósíalistaflokknum – Sanna segir að ekki sé hægt að krefjast svara á laugardögum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. mars 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokks Íslands undanfarna daga og hafa deilurnar m.a. farið fram fyrir opnum tjöldum í netheimum. Í færslu í opnum spjallhópi flokksins á Facebook kvartar maður nokkur yfir skorti á svörum frá Gunnari Smára Egilssyni sem hefur setið undir þungri gagnrýni flokksfólks. Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti flokksins til borgarstjórnar segir ekki eðlilegt að krefjast svara á laugardögum en óhætt er að segja að sú athugasemd hennar fái misjafnar undirtektir.

Upphaf deilnanna má rekja til úrsagnar Karls Héðins Kristjánssonar forseta ungliðahreyfingar Sósíalista úr kosningastjórn flokksins. Sakaði hann Gunnar Smára sem hefur verið einn helsti og mest áberandi forystumaður flokksins um skort á samráði og að hunsa lýðræðislega gagnrýni.

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Í færslu sem skrifuð var í opinn spjallhóp flokksfólks á Facebook í gærkvöldi er kvartað yfir því að Gunnar Smári hafi ekki svarað pósti þar sem spurt var hvenær aðalfundur Alþýðufélagsins yrði og hvar væri hægt að nálgast samþykktir þess. Alþýðufélagið er félag sem tengist flokknum en það sér m.a. um rekstur Samstöðvarinnar. Kvartaði málshefjandi yfir skorti á svörum frá Gunnari Smára við spurningum sínum ekki síst í ljósi þess að hann hafi greiðlega svarað pósti annars manns sem sendur hafi verið seinna en sá póstur hafi snúist um gervigreind og geimflaugar.

Að svara á laugardögum

Trausti Breiðfjörð Magnússon fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur einnig stigið fram og kvartað undan Gunnari Smára og slælegum viðbrögðum Sönnu Magdalenu við kvörtunum hans:

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti tekur í athugasemd við færsluna heilshugar undir kvartanir vegna skorts á svörum frá Gunnari Smára um málefni Alþýðufélagsins:

„Karl Héðinn var einu sinni svo heppinn að frétta að aðalfundur væri á döfinni, og ákvað að mæta. Því var vægast sagt tekið mjög illa af stjórninni (lesist Gunnari Smára). Viðmótið var eins og hann væri boðflenna. Sagt að hann ætti ekki heima þarna og var bannað að bjóða sig fram til stjórnar. Á sama tíma var svo stjórn kosin sem var ekki á svæðinu, og hefur aldrei starfað innan Alþýðufélagsins.

Það er sérstakt að fjölmiðill sem gefur sig út fyrir að vera„í eigu allra hlustenda“ taki svona á móti þeim sem hlusta og styðja við stöðina með fjárframlögum. Þeir sem „eiga“ stöðina mega fyrir utan þetta ekki einu sinni frétta af því hvenær aðalfundir eru haldnir. Galið.“

Í athugasemd segir Sanna Magdalena að það sé hins vegar of langt gengið að krefjast svara að kvöldi til á laugardegi:

„Kæru félagar, ef við viljum vinna gegn óhóflegu vinnuálagi, þá byrjum við kannski á því að vera ekki að krefja félaga um svör á laugardagskvöldi.“

Góða besta

Í athugasemdum fá þessi orð Sönnu bæði dræmar undirtektir en aðrir taka undir þau:

„Góða besta, þið hafið val.“

„Með fullri virðingu, en var þetta laugardagskvöld ekki bara laugardagurinn eftir að hafa margsinnis reynt að fá svör og samtal??“

„Af einskærri forvitni. Hvenær er betri tími ? Eftir vinnu á virkum dögum ? Á vinnutíma ? Bara á daginn um helgar ? Furðulegt comment.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“