Wayne Rooney hefur staðfest það að hann hafi verið nálægt því að spila fyrir annað landslið en England á sínum ferli.
Rooney er næst markahæsti leikmaður í sögu Englands eftir að hafa lagt skóna á hilluna en hann hafði möguleika á að spila fyrir Írland á sínum yngri árum.
Rooney fékk þó ekki tækifærið með aðalliði Írlands heldur var kallaður í U21 liðið – eitthvað sem hann hafði lítinn áhuga á.
,,Ég get nefnt Írland. Mick hringdi í mig. Ég ræddi við Lee Carsley og hann ræddi við Mick, ég var nálægt þessu,“ sagði Rooney.
,,Eftir það þá var ég kallaður í U21 landsliðið en hugsaði með mér að ég myndi ekki spila fyrir írska U21 landsliðið, ég gat spilað fyrir það enska.“
,,Augljóslega gerðist þetta aldrei og ég spilaði með Englandi. Ég hefði hins vegar líklega tekið skrefið ef ég hefði verið valinn í aðalliðið.“