Gestir á tónleikum National Symphony Orchestra bauluðu á varaforseta Bandaríkjanna á fimmtudaginn. JD Vance var þangað mættur með eiginkonu sinni, Usha, og brugðust tónleikagestir ókvæða við og sökuðu varaforsetann um að hafa eyðilagt tónleikastaðinn, hið fræga Kennedy Center.
Þetta þótti einstaklega óvenjulegt enda er sjaldan mikið um óspektir á tónleikum þar sem gestir mæta til að hlýða á klassíska tónlist.
Vance hélt stillingu sinni og brást við baulinu með því að brosa og veifa.
Eftir að fréttir bárust af baulinu steig formaður Kennedy Center fram og sakaði tónleikagesti um óumburðarlyndi. Richard Grenell tók nýlega við stöðunni en hann var skipaður af Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að gera Kennedy Center aftur frábært og losa það undan „vók“-hugmyndafræði.
Mörgum þótti það vægast sagt kaldhæðnislegt þegar Grenell brást við baulinu með því að hvetja tónleikargesti til að fagna fjölbreytni og inngildingu. Trump hefur farið mikinn í aðgerðum sínum gegn svokölluðum DEI-aðgerðum sem byggja á hugmyndum um fjölbreyttni, jafnrétti og inngildingu.+
Grenell sagði í pósti sem hann sendi starfsfólki:
„Ég hef fengið þó nokkur skilaboð frá starfsfólki Kennedy Center sem er miður sín eftir að fleiri en nokkrir gestir sinfóníunnar bauluðu hátt á varaforsetann og eiginkonu hans í gær. Sem fremsta listastofnun Bandaríkjanna verðum við að gera Kennedy Center að stað þar sem allir eru boðnir velkomnir. Við eigum klárlega verk fram undan. Og ég heyri reiði ykkar.“
Grenell hefur sjálfur gert það að einu sínu helsta baráttumáli að berjast gegn frjálslyndri hugmyndafræði. Því þykir undarlegt að hann sé nú að kalla eftir inngildingu og fjölbreyttni, nokkru sem forsetinn er sem stendur að berjast gegn.
„Sem formaður þessarar stofnunar tek ég fjölbreytni og inngildingu alvarlega. Ég hef hitt mörg ykkar og ég elska það að við erum kristin, múslímar, gyðingar, trúleysingjar, samkynhneigð, gagnkynhneigð, svört, hvít, latnesk og öll ólík. Óumburðarlyndi gegn fólki með ólíkar stjórnmálaskoðanir er jafn óásættanlegt og óumburðarlyndi á öðrum sviðum. Öll eru velkomin í Kennedy Center.“
Fólk í listaheimi Bandaríkjanna átti ekki orð yfir hræsninni. Einn spyr hvort að Grenell sé alvara. „Hann er að djóka, er það ekki?“ Hér voru tónleikagestir að mótmæla ríkisstjórn sem hefur ráðist í víðtækar aðgerðir gegn minnihlutahópum, hinsegin samfélaginu og barist gegn jafnréttisaðgerðum.
Grenell skrifaði svo á X: „Það truflar mig að sjá hversu margir í tónleikasalnum eru hvítir og óumburðarlyndir gagnvart fjölbreyttum stjórnmálaskoðunum. Fjölbreytileikinn er okkar styrkleiki. Við verðum að gera betur. Við verðum að bjóða ÖLL velkomin. Við munum ekki leyfa Kennedy Center að verða staður óumburðarlyndis.“
J.D. Vance just walked into the Kennedy Center and the crowd ERUPTED in boos.pic.twitter.com/H4Yr7SAHsI
— Eric Daugherty (@EricLDaugh) March 14, 2025
After Vance was booed at the Kennedy Center Richard Grenell the interim president of the Center & Trump toady said: “As the premier Arts organization in the United States of America, we must work to make the Kennedy Center a place where everyone is welcomed“. He’s kidding right?
— Henry M. Rosenberg (@DoctorHenryCT) March 15, 2025
Crowd at the Kennedy Center boos the fuck out of JD Vance. Apparently, people who appreciate the arts don’t like fascists. 😳👇 pic.twitter.com/bpIi9sD5tO
— Bill Madden (@maddenifico) March 14, 2025
I don’t ever recall Kamala Harris getting booed this severely in her 4 year term as VP…
Vice President JD Vance at the Kennedy Center last night. pic.twitter.com/vU8EQX6DNE
— Brian Krassenstein (@krassenstein) March 14, 2025