Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, á ekki bara aðdáendur á Spáni en hann er vinsæll um allan heim.
Um er að ræða líklega efnilegasta leikmann heims en hann er 17 ára gamall og spilar með Barcelona.
Þrátt fyrir ungan aldur þá er Yamal lykilmaður í liði Barcelona og spænska landsliðinu og á aðdáanda í engum öðrum en Heung Min Son sem spilar með Tottenham á Englandi.
,,Þessi strákur er ótrúlegur. Á þessum aldri, að gera það sem hann er að gera, það er ótrúlegt,“ sagði Son.
,,Ég nýt þess mikið að fylgjast með honum. Það er góður hlutur að hann sé svona ungur og það er mikið sem hann getur unnið í.“
,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt.“