Paul Pogba, fyrrum leikmaður Manchester United, virðist vera mikill aðdáandi sóknarmiðjumannsins Bruno Fernandes.
Fernandes er í dag leikmaður United og þekkir Pogba ágætlega en sá síðarnefndi er án félags þessa stundina.
Fernandes átti stórkostlegan leik fyrir lið United í vikunni í 4-1 sigri á Real Sociedad en hann skoraði þrennu í þeim sigri í Evrópudeildinni.
,,Goðsögn,“ skrifaði Pogba á Instagram síðu sína og birti mynd af Fernandes sem fékk 9,8 í einkunn fyrir sína frammistöðu.
Fernandes hefur spilað með United undanfarin fimm ár og hefur skorað 94 mörk í 276 leikjum fyrir félagið.