fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Fór í fýlu en er mættur aftur í landsliðið

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. mars 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að staðfesta það að Thibaut Courtois sé orðinn aðalmarkvörður belgíska landsliðsins á nýjan leik.

Rudi Garcia er orðinn landsliðsþjálfari Belga en hann hefur valið sinn fyrsta hóp fyrir komandi verkefni í þessum mánuði.

Koen Casteels hafði áður verið aðalmarkvörður Belga en Courtois var ekki vinsæll hjá fyrrum landsliðsþjálfaranum Domenico Tedesco.

Casteels ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna og gefur ekki kost á sér en hann er ekki í hópnum vegna þess.

Courtois er einn besti ef ekki besti markvörður heims en hann tók ekki þátt á EM 2024 þar sem Casteels stóð í markinu.

Courtois gaf sjálfur ekki kost á sér í landsliðið undir stjórn Tedesco en er nú mættur á ný sem eru frábærar fréttir fyrir þá belgísku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“