Það er búið að staðfesta það að Thibaut Courtois sé orðinn aðalmarkvörður belgíska landsliðsins á nýjan leik.
Rudi Garcia er orðinn landsliðsþjálfari Belga en hann hefur valið sinn fyrsta hóp fyrir komandi verkefni í þessum mánuði.
Koen Casteels hafði áður verið aðalmarkvörður Belga en Courtois var ekki vinsæll hjá fyrrum landsliðsþjálfaranum Domenico Tedesco.
Casteels ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna og gefur ekki kost á sér en hann er ekki í hópnum vegna þess.
Courtois er einn besti ef ekki besti markvörður heims en hann tók ekki þátt á EM 2024 þar sem Casteels stóð í markinu.
Courtois gaf sjálfur ekki kost á sér í landsliðið undir stjórn Tedesco en er nú mættur á ný sem eru frábærar fréttir fyrir þá belgísku.